4 vænir útvatnaðir saltfiskhnakkar frá Ektafiski
4 bökunarkartöflur
6 gulrætur
1 rófa
1 laukur
1/2 spergilkálshaus
1/2 rjómi
3 dl hvítvín
1 hvítlauksgeiri
½ fiskiteningur
Steinselja til skrauts
Olía til steikingar og maizenamjöl til að þykkja sósuna.
Allt grænmetið skorið í teninga en laukurinn saxaður gróft. Saxa spergilkáls blómin smátt.
Sett í eldfastmót ásamt 1 msk. matarolíu, öllu blandað vel saman, saltað og piprað síðan bakað í ofni í 20 mín við 200 C°, hrært í annað slagið.
Sósan: 1 vænt hvítlauksrif, saxað smátt, svissað í potti þar til það fer að brúnast aðeins, þá er rjómanum hellt yfir og ½ fiskitening bætt útí látið sjóða niður. Hvítvíninu bætt útí, sósa þykkt með maizenamjölinu sem blandaða hefur verið við smá af köldu vatni. (Þetta var mikið af sósu, það er óhætt að helminga hana )
Saltfisknum er velt uppúr hveiti, snöggsteiktur á pönnu og settur í eldfast mót, pipraður og settur inn í 200 C° ofn í 4-5 mínútur.
Grænmetið sett á miðjan diskinn, sósa yfir grænmetið og fiskurinn ofaná, síðan skreytt með steinselju.
Verði ykkar að góðu,
Sigrún Stefánsdóttir