Sendingarkostnaður

Þar sem fiskurinn er yfirleitt frosinn duga hefðbundnar sendingaraðferðir skammt. Við sendum fiskinn frá okkur með Flytjanda (Eimskip) í frystibílum og hann er geymdur hjá þeim í frystigeymslum. Það er kostnaðarsamari sendingarmáti en þessi hefðbundni en við höfum reynt að ná sendingarkostnaði niður eins og mögulegt er. Kostnaðurinn fer líka eftir þyngd og skiptist svona:

10 kg og undir: 2.100kr
11-20 kg: 4.200 kr
21-30 kg: 6.300 kr
31-40 kg: 8.400 kr
41-50 kg 10.500 kr

Viðeigandi sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferlinu og er greiddur fyrirfram.

Kíktu við hjá okkur í Ektafiski ef þú átt leið um Eyjafjörð, Hauganes er aðeins í um 2 mínútna akstur frá þjóðveginum þar sem hann liggur milli Dalvíkur og Akureyrar og við tökum vel á móti þér

0
    0
    Karfan þín