Lýsing
Það sem við köllum Saltfiskfiðrildi er kviðuggavöðvinn á stórum þorski. Þetta er þéttur og gómsætur vöðvi sem við höfum geymt í salti í nokkra mánuði áður en við útvötnum hann, pökkum og frystum og er tilbúinn í pottinn eftir að búið er að þíða hann. Verði þér að góðu 🙂