Heitir pottar á Hauganesi
Heitu pottarnir á Hauganesi njóta sífelldra vinsælda. Þeir eru opnir allt árið. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.
Í fjöruna höfum við sett upp þrjá stóra heita potta auk Víkingaskipsins, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu.
Heitu pottarnir í fjörunni hafa vakið verðskuldaða athygli, má þar nefna umfjöllun á mbl.is: Sjósund mót sólríku suðri og þegar Albert kíkti í heimsókn.
Athugið að allar nánari upplýsingar um pottana eru nú á vefnum fjorubodin.is