Dásamlegar saltfiskbollur sem eru „ættaðar“ frá Portúgal. Frábærar sem snarl á hlaðborði, hægt að dýfa allskonar kaldar sósur, t.d. sweet chili sósu, eða sem aðalrétt með góðu salati.

Portúgalskar saltfiskbollur

750 g saltfiskur frá Ektafiski, þessi gamli góði
500 g kartöflur
2-3 hráir laukar
4 hvítlauksrif
5 msk steinselja
2 eggjarauður
salt, pipar
smá hveiti

Sjóðið saltfisk í 10-15 mín. Takið upp úr, takið roðið af og setjið fiskinn í skál. Sjóðið afhýddar kartöflur í bitum í vatninu.

Setjið kartöflurnar í skálina og stappið með kartöflustöppu.

Saxið laukana og bætið út í með steinselju, eggjarauðum og hveiti. Kryddið eftir smekk, ótrúlegt en satt, getur þurft meira salt þegar kartöflurnar eru komnar í, pipar, hvítlaukssalt eða annað.

Setjið olíu á hendur og búið til fremur feita fingur. Djúpsteikið í palmíni. Ég prófaði líka að velta upp úr raspi og bera fram með súrri gúrku og sósu. Bollurnar á myndinni hér að neðan eru penslaðar með olíu og bakaðar í ofni á 220°C í um 12 mín. Svo er líka hægt að hafa bollurnar sem aðalrétt með t.d. hrísgrjónum og salati.

Uppskrift frá alberteldar.is

0
    0
    Karfan þín