800gr þykkir saltfiskbitar (lomos extra)
4 stórar kartöflur
2 laukar
1/2 kúrbítur
1 græn paprika
1 rauð paprika
4-6 hvítlauksrif
nokkrar ólífur
rósmarín
ólívuolía
basilika
steinselja
Veltið saltfiskinum uppúr hveiti og steikið í tvær mínútur á hvorri hlið og leggið til hliðar. Skerið kartöflur í báta og steikið á pönnunni, kryddið með rósmaríni og smá salti, setjið í eldfast mót.
Steikið því næst lauk, paprikur og kúrbít og setjið í eldfasta mótið. Raðið síðan fiskinum þar ofan á og skreytið með nokkrum ólívum. Bakið í ofni í um 40 mínútur við 180°C.
Meðlæti:
Maukið saman 2dl af ólívuolíu, hvítlauk, hálfu búnti af basiliku og hálfu af steinselju og berið fram með fiskinum.
Birtist áður í fréttablaðinu þann 19. september 2008