Undanfarin ár hefur sá hópur sífellt farið stækkandi sem vill kíkja inn í fiskhúsið hjá okkur í Ekta fiski og það er bara frábært. Við höfum tekið á móti fólki í gegnum Local Food and Gourmet ferðirnar hjá Saga Travel og þær hafa mælst frábærlega vel. Þar segjum við frá merkilegri sögu fyrirtækisins, frá vinnsluferlinu og gefum fólki svo að smakka ýmiskonar góðgæti. Í heimsókninni er til dæmis boðið upp á kæstan hákarl og þeir sem hafa þor í að smakka hann fá inngöngu í hinn víðfræga og sívinsæla „Rotten Shark Club of Hauganes„.