Hópar – Þorskur úr sjó verður að saltfiski

Saga Ektafisks er áhugaverð og endurspeglar í raun atvinnusögu Íslands, þar sem saltfiskur og útgerð hefur spilað stórt hlutverk. Við erum ein af fáum „saltfisks-handverkshúsum“ sem eftir eru, þar sem allur okkar fiskur er handflakaður og saltaður af handafli með skóflu en ekki sprautusaltaður með stórum vélum. Á síðustu árum hefur það aukist að fólk stoppar við í fiskverkuninni hjá okkur til að forvitnast og skoða og það er alveg sjálfsagt og skemmtilegt! Við tökum reglulega á móti hópum í skoðunarferð um saltfiskverkunina, þá er fylgst með þegar stór þorskur er handflakaður á gamla mátann og hvernig ferlið er hvernig hágæða saltfiskur er búinn til – ferli sem tekur marga mánuði. Þið heyrið sögur úr fortíðinni sem tengist fiskverkuninni, fáið smakk af afurðum í eldhúsinu okkar – og kannski eitthvað sterkara með hákarlinum!

Kíktu í heimsókn

Hafðu samband og kíktu í heimsókn til Ektafisks og kynnist sögu þess sem nær aftur til 1940.  Að lokinni kynningu verður boðið upp á ljúffengan fiskrétt á veitingastaðnum Baccalá bar.
(Fyrir hópa 10 manns eða fleiri.)

Hafðu endilega samband við okkur með tölvupósti eða í síma 466 1016 til að fá verð og nánari upplýsingar. Við hlökkum til að taka vel á móti hópnum þínum!

Hópar hjá Ektafiski Hópar hjá EktafiskiHópar hjá EktafiskiHópar hjá Ektafiski

Þeir sem eru nógu hugaðir geta orðið meðlimir í hinum feykivinsæla og eftirsóknarverða „Rotten Shark Club of Hauganes“. Meðlimir klúbbsins eru ótal margir og koma allsstaðar að úr heiminum!

0
    0
    Karfan þín