Fiskidagurinn mikli á Dalvík var haldinn 8. og 9. ágúst 2009 í áttunda sinn og heppnaðist alveg stórkostlega vel. Ekta fiskur var á staðnum og bauð þjóðinni í mat ásamt öðrum norðlenskum matvælafyrirtækjum og um 30.000 manns þáðu boðið. Við buðum uppá saltfiskbollur og plokkfisk ásamt saltfisknum á risa saltfiskspizzunni frá Promens, að hætti Greifans, sem vakti mikla lukku og eftirtekt um allt land.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu við í tjaldinu okkar og nutu þessa góða dags með okkur.

0
    0
    Karfan þín