Hér er ljúffengur og einfaldur saltfiskréttur sem auðvelt er að útbúa og kemur skemmtilega á óvart í grillveislunni í sumar.
Hráefni:
- Sérútvatnaður saltfiskur eða saltfisksteikur (Lomos Extra eða Selectos steikurnar fást m.a. í verslunum Hagkaupa og í Fjarðarkaupum)
- Einn hvítlaukur
- Steinselja, einn poki.
- Extra Virgin ólífuolía
Eldun:
Merjið hvítlaukinn og blandið vel af ólífuolíunni. Saxið steinseljuna smátt og blandið saman við. Látið fiskinn liggja í leginum í góða stund, um 1-2 tíma. Grillið svo við góðan hita ekki of lengi, best rétt hlaupið.
Berið saltfiskinn fram með hvítlauskbrauði og góðu salati með sem dæmi tómötum, laukur (smátt söxuðum), söxuðu lambahagasalati, ólífum og edik/olíusósa). Við mælum með kröftugu og bragðmiklu spænsku eða portúgalsku rauðvín með réttinum.