700 – 800 gr sérútvatnaður saltfiskur
5 stórir sveppir,
1 – 2 laukar,
2 – 3 gular paprikur,
ca 5 cm biti af púrrulauk,
3 beikon sneiðar,
1 tsk Sykur

3 fullar msk léttostur með blönduðum sjávarafurðum,
ca 1 – 2 bollar af mjólk,
sletta af rjóma,
kjúklingakrydd,
hvítlaukspipar

Saltfiskurinn settur í vatn, suðan látin koma upp, og vatninu síðan hellt af.
Skerið grænmetið og beikonið í litla bita og steikið á pönnu þar til það er orðið mjúkt.
Stráið smá sykri yfir í steikingunni (má sleppa en það vegur upp á móti saltbragðinu).

Mjólkinni er bætt útí, suðan látin koma upp og síðan er rjómanum og ostinum bætt út í , og kryddað eftir smekk (nota það mikið af kjúklingakryddi að það komi smá gulur blær á réttinn.
Þegar allt þetta hefur samlagast er saltfisknum bætt út í og rétturinn látinn malla við vægan hita í ca 10 mín.

Meðlæti: hrísgrjón og gott salat ásamt grilluðu brauði
Handa 4

0
    0
    Karfan þín