Hressandi og öðruvísi salat sem er ekki síðra en rækjusalat eða túnfisksalat ofan á gott brauð eða kex.
Saltfisksalat
600 g soðinn saltfiskur
4 dl mjólk
1 ds sýrður rjómi
3/4 b mæjónes
3-4 hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 tsk pipar, smá cayenne.
Sjóðið saltfiskinn í mjólk og kælið. Takið roðið af og stappið með gaffli, ekki mjög smátt, ekki er verra að finna fyrir saltfiskbitum undir tönn.
Blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, hvítlauk, hvítlauk og kryddi saman í skál og hrærið saltfiskinn út í. Hlutföllin er nokkuð frjálsleg. Gott er að láta salatið standa yfir nótt.
Uppskrift frá Alberti Eiríks alberteldar.is