Bragðgóður og saðsamur réttur þar sem hrísgrjónin leika stórt hlutverk og bragðið af saltfiskinum fær að njóta sín með grænmetinu.

Saltfiskhrísgrjónapanna

400 g grjón (Risottó eða Arabic)
300 g saltfiskur
1/2 b gróft saxaður blaðlaukur
1 stór paprika, skorin í strimla
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
4-5 msk ólífuolía
1 ds tómatar
1-2 lárviðarlauf
steinselja
1/2 – 1 l vatn
fiskikraftur
pipar

Steikið papriku og blaðlauk í olíu á pönnu, bætið við hvítlauk.
Setjið grjónin saman við og veltið þeim upp úr olíunni áður en tómötum,og kryddum er bætt við.
Hrærið vel og bætið við vatninu smátt og smátt (ca dl í einu).

Uppskrift frá Alberti Eiríkssyni, alberteldar.is

0
    0
    Karfan þín