Nokkur stykki Lomos Extra
eða 800 g sérútvatnaðir saltfiskbitar
12 sneiðar beikon, léttsteikt
2 stk tómatar, skornir í þunnar sneiðar
4 msk pestó
1 sítróna, skorin í sneiðar
Saltfiskstykkin eru vafin í léttsteikt beikon og lögð á olíusmurðan álpappír með roðhliðina upp.
Saltfiskurinn er þakinn með tómatsneiðum og pestó síðan smurt vandlega yfir.
Ein sítrónusneið er lögð á hvert stykki, stykkin eru innpökkuð í álpappírinn og elduð á opnu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Byrja skal á roðhliðinni.
Sem meðlæti er tilvalið að hafa grillaða kartöflubáta,
Parmesanost, salat og sýrðan rjóma.